Notkun
Notandi vefseturs ferdakort.is er bundinn af ákvæðum skilmála þessara. Til notkunar telst m.a. skoðun, upplýsingaöflun og/eða nýting á þeirri þjónustu sem í boði er á vefsetrinu á hverjum tíma. Öll notkun vefjarins takmarkast við þær aðgerðir sem eðlilegar og löglegar geta talist og þær upplýsingar og þá þjónustu sem boðið er upp á á hverjum tíma.
Upplýsingar á vefsetri – takmörkun ábyrgðar
Rekstraraðili getur á hverjum tíma breytt efni því og upplýsingum sem fram koma á vefnum án nokkurs fyrirvara. Rekstraraðili getur einnig rofið aðgang notanda að vefnum á hverjum tíma án nokkurs fyrirvara eða tilkynninga, t.d. vegna viðgerða, bilana, uppfærslu vefjarins og/eða annarra nauðsynlegra aðgerða að mati rekstraraðila á hverjum tíma. Rekstraraðili ber ekki ábyrgð á hugsanlegu tjóni sem notandi kann að verða fyrir vegna þessa.
Rekstraraðili beinir því til notanda að sannreyna þær upplýsingar sem fram koma á vefsetri á hverjum tíma hafi hann í hyggju að nýta þær með einhverjum hætti þar sem í upplýsingum kunna að leynast villur eða þær orðnar úreltar, þrátt fyrir að rekstraraðili leitist að sjálfsögðu við að hafa allar upplýsingar ávallt réttar og tæmandi. Er notanda bent á að hafa samband við skrifstofu rekstraraðila þar sem starfsfólk mun taka vel á móti öllum fyrirspurnum og veita nánari upplýsingar um starfsemi og þjónustu sem rekstraraðili veitir á hverjum tíma.
Öll notkun efnis og upplýsinga af vefsetri rekstraraðila er ávallt alfarið á ábyrgð notanda og ber rekstraraðili ekki bótaábyrgð á því tjóni sem kann að verða vegna notkunar, t.d. vegna þess að upplýsingar hafi reynst rangar og/eða ekki tæmandi um efni eða jafnvel að notandi hafi ekki getað nýtt sér aðgang að vefsetri.
Rekstraraðili ber jafnframt ekki ábyrgð á tjóni sem notandi kann að verða fyrir vegna vanþekkingar notanda, misskilnings, misnotkunar á vefnum eða vegna þess að tölvubúnaður notanda virkar ekki sem skyldi.
Ábyrgð rekstraraðila
Rekstraraðili ber einungis skaðabótaábyrgð á beinu tjóni notanda vefsetursins samkvæmt almennum reglum skaðabótaréttar vegna ásetnings eða stórfellds gáleysis félagsins eða starfsmanna þess, með þeim undantekningum sem fram koma í skilmálum þessum.
Bætur vegna beins tjóns sem notandi kann að verða fyrir vegna notkunar á vef þessum takmarkast við SDR 2.500 vegna hvers tjóns eða fleiri tjóna ef orsök þeirra er sú sama. Reikna skal SDR til íslensks gjaldeyris eftir gengi þess dags er greiðsla fer fram.
Höfundarréttur
Allt efni á vefnum er háð höfundarrétti rekstraraðila og er notkun þess óheimil án skriflegs leyfis rekstraraðila, þ.m.t. notkun vörumerkja, þjónustumerkja og/eða viðskiptaheita.
Nýting upplýsinga frá notanda
Notandi veitir rekstraraðila heimild til þess að nýta þær upplýsingar/fyrirspurnir sem hann sendir á vefinn án nokkurs endurgjalds enda sé skráning og/eða notkun þeirra eðlilegur þáttur í starfsemi rekstraraðila.
Lögsaga
Um vef þennan og skilmála gilda íslensk lög. Rekstraraðili ábyrgist þannig ekki notkun vefjarins utan íslenskrar lögsögu. Rísi mál út af skilmálum þessum eða vefnum skal reka þau fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Samþykki
Notandi sem fer inn á vef rekstraraðila, skoðar, aflar sér upplýsinga og/eða nýtir sér þjónustu þar í boði, er bundinn af skilmálum þessum.
Rekstraraðili er:
IÐNÚ útgáfa
Brautarholti 8
104 Reykjavík
Greiðslumáti
Hægt er að panta í gegnum netið eða í síma 517-7200 og borga með greiðslukorti eða millifæra í banka. Einnig eru vörur IÐNÚ kortaútgáfu fáanlegar í völdum verslunum á höfuðborgarsvæðinu og nokkrum stöðum á landsbyggðinni. Allar pantanir sem berast í gegnum netið eða síma eru afgreiddar næsta virka dag.
Öryggi
Það er 100% öruggt að versla á ferdakort.is. Notast er við fullkomnustu veflykla í samvinnu við Kortaþjónustuna ehf. til þess að tryggja öryggi kortanúmera þegar verslað er á hugbrot.is. Um leið og viðskiptavinur ákveður að kaupa vöru fer hann inn í læst umhverfi þar sem allar upplýsingar um viðskiptin, þ.m.t. kortanúmerin, eru dulkóðuð. Ógjörningur er fyrir utanaðkomandi aðila að nálgast þessar upplýsingar. Sá sem verslar í því umhverfi getur verið 100% viss um að upplýsingarnar sem hann skráir eru algjörlega öruggar fyrir utanaðkomandi aðilum.
Póstsending
Íslandspóstur dreifir öllum vörum fyrir ferdakort.is. Þetta þýðir að kaupandi þarf ekki að fara á næsta pósthús til að ná í sendinguna þína heldur kemur sendingin inn um lúguna heima hjá honum. Landið er allt eitt gjaldsvæði og er gjaldskráin ákveðin af idnu.is og getur breyst án fyrirvara. Ef verslað er á ferdakort.is milli landa er sendingarkostnaður hærri og sá kostnaður kemur fram áður en þú lýkur kaupum á síðunni.
Skilaréttur og ábyrgð
Endurgreiðsla á vörum sem keyptar eru á ferdakort.is getur einungis átt sér stað ef vörur eru gallaðar eða skemmdar. Almennur skilafrestur á gölluðum eða skemmdum vörum er 30 dagar. Hægt er að skila vöru og fá nýja í staðinn gegn framvísun reiknings. Ef varan er gölluð borgar idnu.is sendingarkostnaðinn sem fellur til við skil á vöru og sendingu nýrrar vöru en annars er sendingarkostnaður á ábyrgð kaupanda. Allar nánari upplýsingar um endursendingar eru veittar í síma 517-7200 og einnig má senda tölvupóst á idnu@idnu.is
Annað
Allar upplýsingar sem viðskiptavinir gefa upp við pöntun á vörum frá idnu.is eru trúnaðarmál. Við biðjum aðeins um þær upplýsingar sem við nauðsynlega þurfum til þess að geta afgreitt pantanir og geymum ekki kortanúmer á vefþjónum eða annars staðar. Engar persónuupplýsingar eru seldar eða látnar í té til þriðja aðila. 100% trúnaði er heitið.
Ferdakort.is áskilur sér rétt til að breyta verði í vörulista án fyrirvara.
Ef þú hefur einhverjar spurningar eða athugasemdir hafðu þá samband í síma 517-7200 eða með tölvupósti á idnu@idnu.is
Kveðja
starfsfólk IÐNÚ útgáfu.
idnu@idnu.is