Ferðakort.is

Ferðakort er vefverslun sem byggir á traustum grunni og langri hefð í kortagerð og ferðakortaútgáfu. Árið 2007 varð breyting á starfsemi Landmælinga Íslandsi og stofnunin hætti að sinna kortaútgáfu sem staðið hafði um áratuga skeið. Iðnmennt ses, sem rekur IÐNÚ útgáfu og bókaverslun í Brautarholti 8, Reykjavík, festi í kjölfarð kaup á stafrænum útgáfugrunni Landmælinga Íslands og talsverðan lager af eldri kortum.

IÐNÚ útgáfa leggur áherslu á útgáfu vandaðra ferðakorta og kortabóka sem gera ferðalög um Ísland bæði aðgengileg og ánægjuleg. Öll kort fyrirtækisins sem og eldri kort Landmælinga Íslands eru nú fáanleg í þessari vefverslun og í kortaverslun IÐNÚ í Brautarholti 8, nálægt Hlemmi í miðbæ Reykjavíkur.

Kortabúð

Í verslun IÐNÚ, Brautarholti 8 í Reykjavík, er sérstök kortadeild í rúmgóðu húsnæði þar sem unnt er að skoða mikið úrval af kortum, bæði þau sem gefin eru út af IÐNÚ en einnig öðrum útgáfum, eldri kort Landmælinga Íslands, hvort sem er flöt eða brotin.

Verslunin er opin mánudaga – föstudaga frá kl. 10-16.

Verið velkomin.

Heildsala

Heildsölupantanir á kortum má gera í gegnum síma eða tölvupóst:

Sími: 517-7210

Netfang: idnu@idnu.is

Kennitala: 501083-0389

Facebook: Ferðakort

Vsk. nr: 1766