Ferðakort 1:250 000 – Nákvæmari ferðakort
Vönduð ný ferðakort með hæðarskyggingu og 50 metra hæðarlínubili, unnin eftir nýjum stafrænum kortagögnum. Ferðakortin í þessum mælikvarða eru fimm og er mikil skörun á milli þeirra. Kortin eru með nýjustu upplýsingum um vegi landsins, vegalengdir og veganúmer, auk mikilvægra upplýsinga um ferðaþjónustu. Á kortunum eru yfir 15.000 örnefni, en skrá yfir þau er að finna í 1:200 000 Vegaatlasinum. Brot kortanna er afar hentugt sem gerir þau sérlega þægileg á ferðalögum.
Showing all 5 results